Kynning á vindmyllugarði stendur yfir til 26. nóvember 2015

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015
Vindmylla á Hafinu

Umhverfisnefnd vill hvetja íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps að skoða kynningu á Vindmyllugarði þeim sem Landsvirkjun hefur nú þegar haldið hér í sveit og einnig birt á vefsíðu: burfellslundur.landsvirkjun.is. Einnig er staðsettur skjár í Þjórsárstofu, í anddyri Árness, þar sem hægt er að sjá hver umhverfisáhrifin eru talin verða á mjög myndrænan og skýran hátt. Af þeirri vefsíðu er eftirfarandi undir tenglinum kynningartími:

Hvernig getur þú komið að málum? Kynningartími stendur yfir í 6 vikur eða frá 15. október til 26. nóvember. Á þeim tíma er öllum frjálst að kynna sér verkefnið og senda inn ábendingar eða athugasemdir.  Athugasemdir við frummatsskýrslu skulu vera skriflegar og sendast til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166 eða á netfangið skipulag@skipulag.is.   Öllum er einnig velkomið að senda ábendingar beint til Landsvirkjunar en þær verða ekki hluti af formlega matsferlinu.

Netfangið er Burfellslundur@landsvirkjun.is