Kvenfélag Skeiðahrepps gaf Leikholti veglega gjöf

Fimmtudagur, 23. september 2021
Stjórn kvenfélagsins afhendir útieldhúsið

Kvenfélag Skeiðahrepps færði leikskólanum Leikholti eldstæði og fullt af fylgihlutum að gjöf þann 8. september sl.

Nú verður leikur einn hjá þeim að njóta enn frekar útiveru og skemmtilegra stunda þar sem hægt er að kveikja eld og baka lummur, poppa, hita kakó eða elda hádegismatinn úti. Meðfylgjandi eru myndir af krökkunum í Leikholti að prufa eldhúsið.

  • Útieldhúsið komið upp
  • Leikskólanemar poppa