Klippikort á gámasvæðin fá einstaklingar en fyrirtæki fá reikning.

Mánudagur, 17. ágúst 2020
Í þjórsárdalsskógi

Að gefnu tilefni viljum við árétta að fyrirtækjum er ekki úthlutað klippikortum til þess að losa sig við sorp á gámasvæðunum hér í sveitarfélaginu. T.d eru mörg sumarhús hér á svæðinu skráð á fyrirtæki og þar af leiðandi er ekki um þessa þjónustu að ræða fyrir þau. Einungis eru gefnir út reikningar á fyrirtæki m/ vsk þegar  sorp er losað á svæðunum og gjaldið fyrir 1 m3 er  7000.- + vsk.