Fjárhagsáætlun samþykkt

Laugardagur, 8. desember 2018

Fjárhagsáætlun  fyrir árið 2019 og 2020- 2022 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samþykkt.

Á fundi sveitarstjórnar miðvikudag 5. desember sl. var fjárhagsáætlun ársins 2019 lögð fram til síðari umærðu og samþykkt. Samhliða var fjárhagsáætlun 2020-2020 í grófum aðalatriðum lögð fram og samþykkt.

Gjaldskrár og álagningahlutföll ásamt framkvæmdaáætlun komandi árs voru einnig lögð fram og samþykkt.

Meðal þeirra atriða sem felast í fjárhagsáætlun og gjaldskrám er hækkun íþrótta- og tómstundastyrks úr 60.000 kr í 75.000 kr. pr einstakling.

Tekjuviðmið afslátta á fasteignagjöldum hækka umtalsvert og verða fjárhæðirnar 3.390 þkr fyrir einstakling og 5.098 þkr til 100 % afsláttar.

Álagningarhlutfall A flokks fasteignagjalda lækkar úr 0,5 % í 0,4 % af fasteignamati. En sá flokkur á við um íbúðarhúsnæði.

Gjöld fyrir sorpþjónustu hækka um 5 %, en gjaldskrár verða að öðru leyti óbreyttar.

Áætlað er að rekstur samstæðu skili 67,4 milljónum kr.

Samþykkt var að fjárfesta fyrir 104,5 milljónir kr.

Sveitarstjóri