Fasteignagjöld í Skeiða og Gnúpverjahrepp

Mánudagur, 15. febrúar 2021
Skattfrjáls híbýli í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Upphafsálagningu fasteignagjalda í Skeiða-og Gnúpverjahrepp er nú lokið fyrir árið 2021. Álagningaseðlar eru ekki sendir út en hægt er að nálgast þá á heimasíðunni www.island.is en þar eru þeir aðgengilegir á „Mínar síður“ undir kassa merktur Pósthólf. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað en kröfur vegna fasteignagjalda koma inn í heimabanka viðkomandi gjaldanda og birtast þar. Nánari upplýsingar um álagningareglur Skeiða- og Gnúpverjahrepps má finna á álagningarseðlinum og á heimasíðu sveitarfélagsins (hér)

Þeim sem óska frekari upplýsinga um álagninguna er bent á að hafa samband við Sylvíu Karen Heimisdóttur yfirbókara á skrifstofu Skeiða-og Gnúpverjahrepps í síma: 4866104