Deiliskipulagsbreyting Mið-og Árhraunsvegur

Fimmtudagur, 16. september 2021
skipulag

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi að Kílhrauni. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 70 m2 í stað 25 m2 samkvæmt núverandi skilmálum. 

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu UTU, Dalbraut, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Einnig er hægt að finna auglýsinguna á Hér - á heimasíðu UTU.

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 8. september til og með 22.október og skulu athugasemdir berast eigi síðar en 22. október 2021. Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrfistofu UTU, Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is