Auglýsing um skipulagsmál

Miðvikudagur, 6. október 2021
Teikning og skipulag

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga vegna eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Hraunhólar L166567; Íbúða- og frístundabyggð; Stækkun svæðis og fjölgun lóða; Aðalskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017 – 2029. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðarsvæði sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með möguleika á 4 lóðum til viðbótar

 

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is

Tillagan er auglýst frá 6. október 2021 til og með 19.  nóvember 2021, og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 19.nóvember 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is