Íþróttavika Evrópu: Neslaug og Skeiðalaug - frítt í sund

Þriðjudagur, 25. september 2018
Skeiðalaug

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september 2018. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um að halda utan um verkefnið hérlendis og er þetta í fyrsta skipti sem sérstakur BeActive dagur er haldinn hátíðlegur. Ljóst er að þessi skemmtilegi dagur er kominn til að vera. Íþróttavika Evrópu er nú í fullum gangi og vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og Facebook síðuna má finna hér.

Í tilefni Íþróttavikunnar  verður frítt í sund bæði í Skeiðalaug og Neslaug. Einnig mun Elín Moqvist stýra leikfimi í salnum í Árnesi á þriðjudag og fimmtudag. Frítt báða daga í boði sveitarfélagsins.