Umhverfisstefna Leikholts

Umhverfisstefna Leikholts

graenfani

Leikskólinn Leikholt er umhverfisvænn og er ætíð stefnt að því að sýna umhverfinu fyllstu nærgætni og virðingu. Við erum „Skóli á grænni grein“ og fengum við Grænfánann afhentan í þriðja sinn 2. júní 2017.       

 

 

Markmið:

·         Að auka virðingu barna gagnvart náttúru og umhverfi.

·         Að stuðla að breyttu viðhorfi í samfélaginu.

·         Að flokka og endurnýta og  minnka þannig magn þess sorps sem frá okkur fer.

·         Að fara sparlega með orku og vatn.

·         Að nota umhverfisvænar vörur:

·         Að auka skilning barna á hringrásum í náttúrunni.

Leiðir:

·         Börnin eru frædd um náttúru, átthaga og umhverfi og þær leiðir sem hægt er að fara til þess að varðveita og vernda landið okkar.

·         Með því að fræða foreldra og börn um umhverfisvernd er verið að reyna að fá sem flesta til liðs við okkur við að vernda umhverfið.

·         Pappír, plast og  ál er flokkað og sent í endurvinnslu. Spilliefni eru flokkuð í spilliefnadall og skilað til eyðingar. Matarafgangar eru nýttir sem fóður fyrir hænur.

·         Farið er sparlega með rafmagn t.d. með því að slökkva ljós í ónotuðum stofum og passa að engin raftæki séu í gangi að óþörfu.

·         Verslað er inn með það í huga að sem flestar vörur séu umhverfisvænar.

·         Ýmsar leiðir er hægt að fara til þess að auka skilning barna á hringrásum í náttúrunni t.d.:

o   Með því að gera gera tilraunir

o   Með því að leita að upplýsingum á netinu og í fræðibókum.

o   Með því að fara í könnunarleiðangra í náttúrunni o.f.l.

Með því að setja börnum gott fordæmi og leyfa þeim að taka þátt í umhverfisverndarstarfinu er verið að kenna þeim umhverfisvæna lífshætti.

 

Skjöl og fundargerðir umhverfisnefndar:

Fundargerðir starfsárið 2015-2016

Fundargerðir starfsárið 2016-2017

Fundagerðir starfsárið 2017-2018

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.