Samstarf við Þjórsárskóla

Samstarf við Þjórsárskóla

Leikskólinn Leikholt er með gott samstarf við næsta skólastig í hreppnum sem er grunnskólinn Þjórsárskóli sem er staðsettur í Árnesi.

Elstu börnin í leikskólanum fara í lágmark 8 heimsóknir á önn í skólann þar sem þau fá að upplifa ýmsa tíma í skólanum. Leikskólakennari fer með þeim og er í samstarfi við 1. Bekkjar kennarann og umsjónarkennara samstarfsins hvernig stundirnar fara fram. Börnin eru keyrð fram og tilbaka í skólabíl.

Í lok heimsóknanna um vorið fá þau að fara að heiman í skólabílnum og fara í heilan dag í grunnskólann og keyrð heim á sama tíma og hinir grunnskólanemendurnir. Einnig er þeim boðið að koma með í skógarferð á vorin.

Við í Leikholti og Þjórsárskóla leggjum mikinn metnað í að brúa bilið á milli þessara tveggja skólastiga. Það má nefna að Þjórsárskóli er einnig grænfánaskóli og er ART vottaður og er því tvennt sem er líkt í skólanum sem gerir nemandum þægilegt fyrir að flytjast yfir.

Skýrslur um samstarfið fyrir hvert starfsár er að finna hér: https://skeidgnup.is/efni/sk%C3%BDrslur-fr%C3%A1-leikholti


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.