Gjaldskrá

Gjaldskrá

Frá og með 1. ágúst 2015 eru  allir árgangar leikskólans gjaldfrjálsir skilyrði þó að barn eigi  lögheimili í sveitarfélaginu.  

 Á 8. fundi sveitarstjórnar 03.12.2014 var svohljóðandi tillaga lögð fram:“Lagt er til að frá 1. ágúst 2015 verði leikskóli Skeiða- og Gnúpverjahrepps gjaldfrjáls fyrir þá sem lögheimili hafa í sveitarfélaginu. Miðað skal við að vistun barna frá eins árs aldri sé gjaldfrjáls og að sú vistun sé ekki á öðrum tímum en frá kl 08 til kl 16 virka daga, sé um vistun á öðrum tímum að ræða greiða foreldrar fyrir það samkvæmt gjaldskrá sem sveitarfélagið ákveður. Foreldrar taka áfram þátt í fæðiskostnaði í samræmi við samþykkta gjaldskrá. Séu umráðamenn barns ekki með lögheimili í sveitarfélaginu greiða þeir fyrir vistun samkvæmt gjaldskrá.”  Tillaga samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá leikskólans Leikholts og mötuneytiskostnaður frá 1. janúar 2019.  

Vistun á kjarnatíma, frá kl 08:00-16:00 er gjaldfrjáls.

Hádegisverður til leikskólabarna. úr skólamötuneyti: kr. 270,-

Stök morgunhressing: kr. 83-

Stök síðdegishressing: kr.93-

Gjald fyrir hverja klukkustund utan kjarnatíma kr. 2.528.

fyrir hverjar 30 mínútur kr. 1.264.

Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 632.-

 Samþykkt á 11. sveitarstjórnarfundi þann 5. desember 2018.

 

Hægt er að sæja um leikskóladvöl  fyrir barn yngra en eins árs.  Hver umsókn er tekin til sérstakrar afgreiðslu og er ekki gjaldfrjáls.

Kjarnatími fyrir börn yngri en eins árs er 106.- kr pr klst.

Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15. mínútur kr. 632,- ( of seint sótt) 

Gjald fyrir 8 tíma vistun með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu er 9.656,-  kr á mánuði frá 1. janúar 2019

Foreldrar fylla í Leikskólaumsókn  þar sem dvalartími  barns kemur fram, og nú er orðið rafræn og hægt að ganga frá heima í stofu og senda leikskólastjóranum gegnum heimasíðuna.

Umsókn um leikskólavist - rafræn

Við upphaf leikskólagöngu barns er gerður Dvalarsamningur  milli foreldra og leikskólans.  Þar koma fram helstu reglur leikskólavistunarinnar, samþykktar af skólanefnd.  Þessar upplýsingar liggja til grundvallar útreikningi á leikskólagjöldum ásamt gjaldskrá leikskólans sem skólanefnd ákveður og gefur út hverju sinni. Einnig er hægt að breyta vistun barns með þar til gerðu eyðublaði.

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.