Gönguleiðir

Gönguleiðir í hreppnum eru margar og fallegar, bæði merktar og ómerktar. Sumar þeirra krefja göngumenn um að vera í góðu formi en aðrar eru til þess fallnar að allir geti verið með, stórir og smáir.

Í Selhöðfa í Þjórsárdalsskógi eru merkar leiðir í gegnum skóginn, mis erfiðar, þar er afar friðsælt og gott að kæla heita göngufætur í Sandánni sem rennur þar silfurtær.

 

Göngukort í Þjórsárdal

Hiking map in Thjorsardalur 

 

Stikuð leið er á milli  Sangar í  Þjórsárdal og Háfoss.  Þá geta  göngumenn valið hvorn styrkleikan þeir vilja. Meðal eða krefjandi með því að velja frá hvorum staðnum þeir leggja upp frá.

Mun léttara er ganga frá Háafossi og að Stöng.

Þá er 10 mínútna ganga frá Stöng að Gjánni sem er afar friðsæll og fallegur staður, nánast eins og vin í eyðimörkinni.

Ögrandi ganga er upp á Vörðufell og krefst hún styrkleika göngumanna. Upp á Vörðufelli er afar víðsýnt, þar sést vel yfir Suðurland,  til Vestmannaeyja og langt á haf út.  Vatn er uppi á Vörðufelli Úlfsvatn.

"Ástarbrautin"  við þéttbýliskjarnann í Árnesi.  Stutt og greiðfær leið sem liggur með Kálfá og allir geta gengið. Þá nefnum við fossalgöngueið á afrétti Gnúpverja, í hana geta farið nokkrir dagar. Upplýsingar fást hjá Ferðafélagi Íslands.

Falleg leið í nálægð Þjórsár, og ekki svo strembin, er að ganga upp með ánni á Skeiðum, þar blasir Hekla við og falleg fjallasýn  Þá er vel hægt að ganga frá Búða eða þjórsárholti  að Gaukshöfða.

 

Tæpt er hér á nokkrum gönguleiðum en margar fleiri skemmtilegar leiðir eru í sveitinni og að síðustu er það svo sú gönguleið sem flestir geta notið, hvort  sem sú leið er löng, ströng, létt eða stutt en það er okkar lífsins leið sem við flest getum vonandi notið  á langri ævi.

Njótum útiveru í fögru umhverfi og göngum okkur til heilsubótar og hita.


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.