Fjallaskálar

Fjallaskálar

Áhaldahúsið,  í síma  892-1250  tekur við bókunum í skálana Gljúfurleit, Bjarnarlækjarbotna og Tjarnarver eða sendið fyrirspurn á  bjarni@skeidgnup.is

Gjaldskrá  í skála á Gnúpverjaafrétti

Gisting pr mann  í Gljúfurleit  kr. 3.500,-

Bjarnalækjarbotnar nóttin  kr. 2.500,-

Tjarnarver nóttin kr. 2.500,-

 

Hey:

1 rúlla ca 25-30  hestar Glúfurleit og Bjarnalækjarbotnar  25.000,- m/vsk.rúllan 

1 rúlla ca 25-30 hestar Tjarnarver  28.000,- m/vsk rúllan

 

Ari B. Thorarensen tekur bókanir í  Klett og Hallarmúla  á netfangið arith@simnet.is   eða í síma 898-9130

 

Gjaldskrá í skála á Skeiða- og Flóamannaafrétti

Gisting pr mann  nóttin  í Kletti   kr. 3.500,- 

Gisting pr. mann nóttin í Hallarmúla   kr. 2.500,-

Girðingargjald pr hest á báðum stöðum kr. 150,- 

Hey verður fók að koma með  sjálft og heyið verður að kaupa á sama sauðfjárveikivarnarsvæði og fjallaskálarnir eru.

Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2  hefur selt hey. 

Hafið einnig samband við Ara Thorarensen í sambandi við heykaup -   arith@simnet.is

 

Fjallaskálar eru sex á afréttunum. Afréttarmálafélag Flóa- og Skeiðamanna á tvo þeirra en Skeiða- og Gnúpverjahreppur aðra.

 

Hallarmúli er vestastur, ofan Skáldabúða í eigu Afréttamálafélags Flóa og Skeiðamanna.  þar er kalt rennandi vatn inn í húsi og vatnssalerni (án pappírs.) 

Gistipláss fyrir 20 manns, og gasofn og gas á ávallt að vera þar til ( látið vita ef svo er ekki) eldunarbúnaður er ekki  í húsinu en vaskur er inni, 2.500,-nóttin. pr mann.  og 150 pr hest.

Fólk er beðið að fara ekki með hey af öðrum svæðum vegna sauðfjárveikivarna. Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2 selur hey en líka er hægt að hafa samband við Ara B. Thorarensen arith@simnet.is

 Ari B. Thorarensen tekur við bókunum.  arith@simnet.is  898-9130

 

Klettur er vestan og innan Reykholts einnig í eigu Afréttarmálafélags Flóa- og Skeiðamanna.

Rennandi kalt vatn í húsi, vatnssalerni (án pappírs) aðeins frá húsi-  sólpallur, borð og bekkir úti.  Gistipláss er fyrir 20 manns, gaseldavél m/ fjórum hellum / brauðrist,  vaskur  inni og úti.   3.500,-nóttin. pr mann.  150, pr hest.

Fólk er beðið að hafa í huga að ekki má fara með hey þangað af hvaða svæði sem er vegna sauðfjárveikivarna. Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2 selur hey  til Klettsfara  og líka er hægt að hafa  samband við Ara B. Thorarensen arith@simnet.is

 

Ari B. Thorarensen tekur við bókunum.  arith@simnet.is  898-9130

 

Gljúfurleit, á hjöllum, skammt neðan Gljúfurleitarfossins í Þjórsá. 

Þar eru 25 svefnpláss - mataráhöld fyrir 25 manns, gaseldavél m/ bakarofni á staðnum. Gasofn og steinolíuofn. Gas á ávallt að vera  í húsinu ( látið vita ef svo er ekki.)   Vatnssalerni er inn í húsi (án pappírs.) Hesthús áfast skálanum - ekki mjög stórt.  Hey selt á staðnum. 

Pantanir teknar á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 892-1250 eða  bjarni@skeidgnup.is

 

Bjarnalækjarbotnar framan Fjórðungssands.

Ný uppgert að hluta og skemmtilegt hús. Gisting fyrir 14 manns.  Gasofn til hitunar m/gasi. 2500,- pr. nótt 

Engin eldavél, vatn í læk fyrir utan, salerni m/ gamla laginu ( útikamar)  án pappírs. Hey selt á staðnum. 

Pantanir teknar á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 892-1250 eða  bjarni@skeidgnup.is

 

Tjarnarver innan Fjórðungsands 

Nýtt hús hefur verið tekið í notkun í Tjarnarveri. Hey selt á staðnum. 

Pantanir teknar á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 892-1250 eða  bjarni@skeidgnup.is

Hólaskógur er í eigu sveitarfélagsins og stærstur skálanna. Hann er staðsettur neðan Fossheiðar, miðja vegu á Hafinu, sem kallað er, og liggur á milli Búrfells og Sandafells. Tekur um 60 manns. Þar er rafmagn, heitt og kalt vatn, sturtur og hesthús.

Hólaskógur er  leigður út til ferðaþjónustuaðila,  Rauðukambar ehf    www.holaskogur.is      bókanir:   magnusorri@gestur.is  eða  841- 1700

 

 

Vegur aðeins fær stærri ökutækjum að öllum þessum skálum,  en að Kletti, Hallarmúla, Hólaskógi og Gljúfurleit er vegur þó þokkalegur fyrir þessi ökutæki.

 Að Bjarnalækjarbotnum  og   Tjarnarveri er  vegur mjög seinfarinn!

 

 

 

 

 

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.