Athyglisvert

Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru margir athyglisverðir staðir sem vert er að heimsækja og skoða. Staðir sem hafa komið við sögu allt frá landnámsöld og eru hluti af sögu þjóðarinnar og staðir sem eru þekktir fyrir náttúrufegurð.  Hér gefur að líta Þjófafoss, í Þjórsá við suð­ur­end­a Búr­fells. Sagt er að fossinn dragi nafn sitt af því að þjófum hafi verið hent í fossinn. Þang­að ligg­ur ill­fær veg­ur, austan ár. Þjófafoss er skammt neðan Tröll­konu­hlaups, eða um 5 km.


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.