ART

Frá með haustinu 2015 hefur leikskólinn verið að innleiða ART sem er stendur fyrir Aggression Replacement Training. ART er uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel sem hefur það markmið að fyrirbyggja ofbeldi og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda.

ART er lífsleikni þar sem tekist er á við félagsfærni, siðferði og sjálfstjórn. ART tímar eru haldnir fyrir elstu tvo árgangana þar sem þeim er kennt að leika ákveðnar klípusögur og færð verkfæri til að leysa ýmis vandamál sem geta leynst í nýlærðri færni, eins og til dæmis setningin: „Vilt þú leika við mig?

Sem dæmi er hér mynd af færninni að hlusta sem allir þurfa að æfa sig reglulega í og þá er gott að kunna ART og geta munað skrefin í færninni að hlusta: 

Leikskólinn Leikholt fékk ART vottun vorið 2016. Það þýðir að meiri hlutinn af starfsmönnum leikskólans hafa farið á námskeið í ART og allir fengið kynningu um ART og geta starfað samkvæmt hugmyndafræði ART.

Nánari upplýsingar um ART má nálgast á heimasíðu ART á Íslandi: 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.